Vélaverkstæði Þóris
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Facebook Fréttir

Við þjónustum allar gerðir dráttarvéla, vinnuvéla og vörubíla. Vorum að bæta við okkur bilanagreiningartölvum til þess að geta þjónustað allar gerðir dráttarvéla og vinnuvéla. Við getum líka útvegað varahluti í öll tæki bæði frá innlendum og erlendum aðilum.
Endilega vertu í sambandi í síma 4823548 eða www.vela.is
... See MoreSee Less

Við þjónustum allImage attachmentImage attachment+1Image attachment

Nú getum við þjónustað allar gerðir Mercedes-Benz vörubíla oflLandfari og Vélaverkstæði Þóris hefja samstarf sem styrkir þjónustu við Mercedes-Benz vörubíla á Suðurlandi

Landfari ehf., umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla, og Vélaverkstæði Þóris á Selfossi hafa hafið formlegt samstarf með það að markmiði að bæta þjónustu við eigendur Mercedes-Benz vörubíla á Suðurlandi.

Samstarfið felur í sér aukið aðgengi að sérhæfðri þjónustu, varahlutum og þjálfun fyrir starfsfólk vélaverkstæðisins frá Landfara.

Sérhæfð tækniþjónusta og þjálfun
Vélaverkstæði Þóris hefur fjárfest í viðgerðartölvu fyrir Mercedes-Benz, sem gerir verkstæðinu kleift að framkvæma nákvæmar bilanagreiningar og viðgerðir í samræmi við staðla framleiðandans.

Til að tryggja gæði og fagmennsku mun Landfari halda sérstök námskeið fyrir starfsfólk vélaverkstæðisins.

Hjá Landfara starfa tæknimenn með viðurkennd réttindi frá Daimler Truck, sem veita þeim heimild til að kenna á slíkum námskeiðum.

Upprunalegir varahlutir og gæðavörur
Sem hluti af samstarfinu mun Vélaverkstæði Þóris einnig bjóða upp á upprunalega varahluti frá Mercedes-Benz í gegnum Landfara. Þar á meðal eru síur frá Mercedes-Benz, en auk þess varahluti eins og bremsukúta fyrir vörubíla og vagna frá Provia (Wabco), auk annarra varahluta.

Aukið þjónustuframboð fyrir viðskiptavini
Samstarfið mun tryggja að eigendur Mercedes-Benz vörubíla á suðurlandi hafi greiðara aðgengi að bæði sérhæfðri þjónustu og upprunalegum varahlutum, án þess að þurfa að sækja þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Með þessu stíga Landfari og Vélaverkstæði Þóris sameiginlegt skref til að efla þjónustu við Mercedes-Benz vörubíla, og þannig ánægju viðskiptavina.

Á myndinni handsala Eiríkur Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Landfara og Kári Þorbergsson framkvæmdastjóri Vélaverkstæðis Þóris upphafið að farsælu samstarfi.
... See MoreSee Less

Nú getum við þjó
Skoða meira